Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Blond í gegn
hellú! allt gott að frétta hér búið að hafa það frekar gott yfir páskana borðuðum fullt af páskaeggjum.
Elísa átti afmæli 5.apríl orðin 3.ára skvísan mér finnst hún nú eiginlega bara hafa fæðst í fyrradag þetta er svo fljótt að líða.
Í dag var tilrauna eldhús hjá mér (ástæðan fyrir fyrirsögninni)eftirfarandi atriði voru uppgvötuð
nr.1 ekki nota salt í staðinn fyrir sykur þegar verið er að baka marensbotna.
nr.2 það er ekki alltaf hægt að nota spelt í staðinn fyrir hveiti.
nr.3 það var ekki nein tilraun nr.3 en ég var að skreyta Dóru köku fyrir dúlluna mína og rjómasprautan þurfti endilega að springa og það yfir alla kökuna svo allt fór í vitleysu (Solla hvernig er eiginlega með þetta töpperver(gleymdi allveg að panta hjá þér))
smá útskýring ok ég ætlaði að vera ofu húsmóðir í dag byrjaði daginn á að koma börnunum í skólann fór svo í vinnunna var þar til hádeigis fór svo í skólann var þar fram að kaffi fór þá í búðir náði í börnin kom heim tók til og finna til matinn og byrjaði að baka tók óvart vitlausa krukku svo ég setti óvart salt í marensinn í staðinn fyrir sykur þetta kom þó ekki í ljós fyrr en Matti var að salta fiskinn sem var í matinn því ég hafði tæmt úr krukkunni þegar ég var að baka svo ég setti óvart sykur í salt krukkuna svo rétt fyrir matinn þá ákvað ég að baka skinku horn úr spelt hveiti (smá hollusta í gangi eftir allt páskaeggja átið) og láta þau hefast meðan við vorum að borða en svo þegar ég var að fara að baka þá var deigið í eithverri klessu og ég gafst upp eftir helminginn og hent restinni af deiginu og ákvað þá að klára Dóru köku sem ég var að baka fyrir afmælibarnið haldiði ekki að FKN rjómasprautann hafi ekki sprungið og náttúrulega fór krem yfir alla kökuna og allt í vitleisu allveg ótrúlegt hvað sumir dagar eru erfiðir;)
En ég fékk nú líka góðar fréttir í dag ég er sko á leiðinni til New York beibí í október frá laugardeigi til fimmtudags erum að fara á 3.daga námskeið og svo verður bara shoppað og drukkið Cosmópolitan(hef nú samt ekki smakkað það en ef maður er í NY þá er það allgjör skylda)
jæja kæru vinir þá er það ekki leingra í bili (þarf að fara að ganga frá efir mig í eldhúsinu) leiter skeiter kv maja
Athugasemdir
Eins gott að ég hjálpaði þér ekki, þá hefðum við kannski líka sprengt ofninn í loft upp og brætt úr hrærivélinni
Mamma þín (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.