Róleg helgi að baki

sælir kæru vinir nær og fjær Wink

hér er bara allt gott að frétta ný vika byrjuð sem þýðir að það eru aðeins 8 skóladagar í páskafrí Crying allveg merkilegt hvað tíminn líður alltaf hratt það kemur mér eiginlega alltaf jafn mikið á óvart hvað tíminn líður en allavegan þá á ég að skrifa tímaritgerð síðasta daginn í skólanum fyrir frí í ensku er að lesa bókina Great Expektasions (held það sé skrifað svona) og á að skrifa ritgerð um hana ég er sko kominn með magapínu út af þessuSick

Helgin var bara róleg hér á bæ við hjónin vorum að vinna á laugardaginn og svo komu Guðbjartur,Solveig og Aron Ásgeir í mat um kvöldið og voru það bræðurnir sem fóru í búð og grilluðu lambalundir  það er sko ekkert verið að láta smá snjó stoppa sig af í grilleríinu Cool

Já gleimdi þagar ég mætti í vinnuna´á Laugardaginn þá hafði ég gleimt lyklunum mínum heima svo ég beið efti Jónínu og þegar hún kom og ætlaði að fara að opna hurðina þá var hún allveg pikkföst  við vissum ekki hvað var í gangi enda ekki sjens að opna hurðina meðan á þessu stóð byrjuðu kúnnarnir að hrannast upp við dyrnar og það var bara ekki sjens að opna þá mundi djóní að húsvörðurinn hafði verið að bónleisa parketið fyrir framan hjá okkur kvöldinu áður svo það hefur lekið svona líka ekkert smá að vatni innundir þröskuldinn hjá okkur og parketið bólnað upp svo að það var ekki hægt að opna. Jónína hringdi í kallinn sinn sem kom að redda málunum og það var ekkert annað í stöðunni að gera en að skrúfa rúðuna úr og fara þannig inn frekar vandræðalegt því það var eiginlega fullbókað hjá okkur Whistling

svo á sunnudaginn komu Einar og Melkorka í heimsókn og svo kom Geiri gamli og svo komu Kristján og Inga Rós með börnin  og eftir að allir voru farnir þá skelltu við okkur í MAX og keypum nýjan síma fyrir óskar sem setti óvart símann sinn í þvottavélina um daginn  komum svo aðeins við í Laufbrekkunni á heimleiðinni en meira var það nú ekki þessa helgina

þangað til næst bless í bili kv maja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það var nú æðislega gott kjötið, þó það hafi verið grillað í snjóbyl hehe. Greyið Marteinn að þurfa að standa í þessu;)

 Kveðja Solveig

Solveig Björk Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband